Herragarðurinn í samstarfi við KSÍ og Íslenska landsliðið í Knattspyrnu, hannaði fötin sem strákarnir klæðast á HM. Strákarnir klæðast sérsaumuðum fötum frá Herragarðinum.

Allt byrjaði þetta í San Fransisco þar sem þrír fulltrúar Herragarðsins hittu landsliðsmennina á hóteli þeirra og á tveimur dögum, mældu fyrir sérsaumuðum jökkum og buxum, skóstærð og skyrtustærð. Herragarðurinn býður upp á sérsaum á bæði jakkafötum og skyrtum og hefur það heillað landsliðið að geta farið sömu leið í klæðnaði og fyrir síðasta stórmót. Strákarnir litu glæsilega út síðast en þeir vildu breyta aðeins til fyrir HM.

Í samráði við Aron Einar fyrirliða var farið þá leið að vera í stökum jakka og stökum buxum í staðinn fyrir að vera eins og á Evrópumótinu 2016, þar sem strákarnir klæddust dökkbláum jakkafötum.

Aroni fannst mikilvægt að þeir væru ekki eins stífir og var því þessi samsetning valin. Hann var einnig sterkur talsmaður þess að hafa KSÍ logo-ið framan á jakkanum og var þess vegna sett það framan á jakkann, líkt og á EM fötunum. Landsliðið klæðist hvítri skyrtu frá skyrtuframleiðandanum Stenströms, með silki bindi og hvítan klút sem passar við skyrtuna. Brúnir skór og brúnt belti setja svo púnktinn yfir i-ið. Hægt er að versla allt þetta hjá Herragarðinum og er einnig hægt að fá jakkann og buxurnar sérsaumað á sig.

Ef fólk langar til að versla á meðan HM stendur og missa ekki af miklu þá sýnir Herragarðurinn alla leiki HM á skjám inn í búðum sínum og geta viðskiptavinir verslað þar og fylgst með því helsta úr leikjunum.

Þegar Ísland spilar, lokar Herragarðurinn ekki heldur býður viðskiptavinum sínum upp á ró og næði til að versla og draga því ekkert úr þjónustu þrátt fyrir leiki Íslands á HM.

Read more: http://www.fotbolti.net/news/22-06-2018/herragardurinn-klaedir-landslidid-vel#ixzz5JR3mEfGP