Átt þú erfitt með að finna þér jakkaföt sem passa fullkomlega eða langar í eitthvað öðruvísi?
24. og 25. október næstkomandi koma Matt Hubscher og Beau Van Gils til okkar í Kringluna og mæla fyrir sérsaumuðum jakkafötum, stökum jökkum, stökum buxum, frökkum og skyrtum. Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á 20% afslátt af sérsaumi þessa tvo daga.
Fátt toppar sérsaum og erum við mjög ánægðir með að geta boðið ykkur upp á gæða fatnað, sérsaumaðan á ykkur. Ef þú átt erfitt með að finna þér jakkaföt sem passa fullkomlega, rífur klofið auðveldlega á buxunum eða langar í eitthvað öðruvísi, þá máttu ekki láta þetta framhjá þér fara. Á síðustu árum hafa viðskiptavinir okkar nýtt þessa viðburði til að kaupa sér spariföt fyrir jólin, áramótin eða útskriftir. Einnig hafa viðskiptavinir okkar sem vinna í jakkafötum nýtt sér afsláttinn og tekið auka buxur með til að láta jakkafötin endast lengur. Yfirleitt eru það buxurnar sem eyðileggjast fyrst.
Ef þig langar til að vita verðbil á sérsaumi, ekki hika við að hringja í okkur í síma 568-9234.
Mikilvægt er að panta tíma sem fyrst því takmarkað magn tíma er í boði.
Hægt er að panta tíma með að hringja í síma 568-9234 eða með að senda tölvupóst með tíma sem hentar ykkur, í netfangið mtm@herragardurinn.is.