Corneliani er fjölskyldufyrirtæki og nær það allt til 1930 þegar Alfredo Corneliani setti upp vinnustofu til að gera regnjakka og frakka, sem var svo sett á ís vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Corneliani S.p.A var síðan stofnað í Mantua árið 1958 af Claudio og Carl Alberto, sem eru synir Alfredo Corneliani.

Árið 2005 fékk Corneliani verðlaunin Leonardo Prize sem eru veitt fyrir gæði. Corneliani sérhæfir sig í hágæða ítölskum fatnaði sem saumaður er af ástríðu. Frá jakkafötum og strigaskóm í fallegar yfirhafnir. Til gamans má geta að þetta er uppáhalds merki margra starfsmanna.

—————–

Það er sannur heiður að fá yfirklæðskera Corneliani, þá Bryan og Sören til að koma til íslands og halda sérsaums viðburð með okkur. Þeir veita ráðgjöf um efni og mæla fyrir sérsaumuðum jakkafötum, stökum jökkum og stökum buxum. Þeir verða staddir í Kringlunni miðvikudaginn 7. nóvember og í Smáralind 8. nóvember.

Ef þú hefur prufað Corneliani jakkaföt, þá veistu að þetta er lúxus. Það tekur 150 skref frá því að fötin eru pöntuð, frá því þau eru kláruð. Þar á meðal eru 27 skref þar sem allt er handgert af klæðskerum þeirra sem búa yfir áratuga reynslu. Allt er þetta handgert á Ítalíu, í Mantova. Valið í sérsaumi Corneliani er endalaust, allt frá efnum, litum og þykkt í sniði og gerð á jakka. Ef þig langar í lúxus, þá er þetta eitthvað fyrir þig.

BÓKA TÍMA

Ef þig langar til að vita verðbil á sérsaumi, ekki hika við að hringja í okkur í síma 568-9234.

Mikilvægt er að panta tíma sem fyrst því takmarkað magn tíma er í boði.

Hægt er að panta tíma með að hringja í síma 568-9234 eða með að senda tölvupóst með tíma sem hentar ykkur, í netfangið mtm@herragardurinn.is.

Herragarðurinn
-klæðir þig vel