Við höfum opnað fyrir sérsauminn okkar aftur með nýjum efnum fyrir vorið. Nýja efnismappan frá Stenströms er gríðalega falleg og inniheldur mikið af blómaefnum úr bómul og hör, einnig hefur röndótt verið mikið að koma inn. Að neðan eru nokkrar myndir sem innihelda skyrtur sem hægt er að panta í sérsaumi hjá okkur.

Einnig hefur Herragarðurinn sérsaumur fengið nýju efnin fyrir Vor/Sumar ´19. Köflóttir jakkar í rauðu, bláu og rústrauðu eru ríkjandi. Jakkafötin eru flest með smá hreyfingu í efninu sem gefur einstakt útlit. Tvíhnepptir jakkar eru að verða vinsælli hjá okkur og höfum við mjög gaman að þeim mörgu einstöku fítusum sem hægt er að vinna með í sniðum og útgáfum. Við höfum einnig bætt við efnismöppum frá einni frægustu ullarmyllu í heimi, Scabal.

Við erum mjög glaðir að geta boðið upp á sérsaum á þessu fallegu efnum. Tímapantanir eru gerðar í gegnum heimasíðu okkar eða með að senda email í veffangið mtm@herragardurinn.is.

 

Herragarðurinn
-klæðir þig vel