Blómamunstur hefur verið áberandi í sumar og vor tísku í mörg ár. Blómamunstur er talið tákn um kvennleika og frjósemi gegnum aldirnar. Upphaflega er talið að þetta munstur hafi komið fyrst fram í Asíu, þar sem blóm eru stór hluti af asískum kúltúr.

Japan:

Blómamunstur hefur langa sögu í Japan. Upprunalega var það notað á kimono, og minna blómin á geisla sólarinnar. Blómamynstur urðu þannig tákn sólarinnar ásamt því að vera merki japönsku konungsfjölskylduna. Blómamynstur í japan voru ýmist þrykkt á efnið eða lituð með klassískum aðferðum.

Indland:

Indland á ríka sögu í blómamunstri og öðrum litríkum munstrum. Má rekja upphaf vinnsælda blómamunsturs í evrópu til efnis sem kallað er Chintz. Höfðu vestur evrópskir verslunarmenn tekið efnið með sér frá Indlandi á 17. og 18. Nú til dags er chintz oftast notað til að bæta við lit og lífleika flíka. Áður en þetta munstur var notað í fatagerð, var það aðallega notað í húsgögn og annað fyrir heimilið.

Evrópa:

Í kringum 1500 byrjaði blómamunstur að tröllríða evrópu og evrópskum kúltur. Efnamiðlarar sóttu þessi efni í massavís vegna vinsældar þeirra. Þau voru dýr og ákveðið stöðutákn í Evrópu. Á ítalíu var flauel skreytt með blómamunstri mjög vinsælt og má rekja það til viðskipta Ítalíu við Ottoman veldið. Voru því margar af stærstu borgum ítalíu þaktar hönnun úr þessu munstri.

 

Í dag:

Vegna iðnbyltingarinnar jókust framleiðsla á blómamunstrum. Það sem einu sinni var einungis hægt að gera með handbragði af faglærðum aðilum, var hægt að framleiða hratt og auðveldlega í miklu magnid. Með þessu jókst bæði framboð og eftirspurn eftir þessum mynstrum.

Úrval af skyrtum með blómamunstri í Herragarðinum

Við í Herraagarðinum bjóðum upp á úrval blómaskyrta og stuttbuxna frá merkjum eins og Stenströms, Sand, Ralph Lauren og Jacob Cohen.  Gaman er að para skyrturnar eða bolina með hvítum buxum fyrir heitan sólar dag eða dökk bláum chaki buxum til að vera aðeins fínni ( taka myndir af því ). Casual Friday er hugtak sem sumir vinnustaðir hafa þróað inn í skrifstofukýlturinn og finnst okkur það vera frábært dæmi um dag til að taka blómaskyrtuna úr skápnum og henda sér í bláan stakann jakka við og para það við annað hvort khakí buxur eða dökkar gallabuxur.

Einfaldasta leiðin til að para blómaskyrtu við jakkaföt er að hafa fötin dökk blá og hendast í skyrtuna undir. Það tekur hið formlega úr fötunum og dregur fram partýið í þeim. Fullkomið outfit í sumarveislur og garðpartí.

Blómamunstur skyrtur