Alfreð Finnboga skrifaði sig í sögubækurnar með að jafna leikinn í fyrri hálfleik á móti ógnarsterku liði Argentínu. Allt liðið stóð sig frábærlega og ásamt því að vekja heimsathygli fyrir sérsaumuðu fötin sem liðið klæddist á leið á völlinn, þá sýndu strákarnir að þeir geta staðið í hárinu á bestu liðum í heimi. Hannes stóð sig frábærlega ásamt Aroni, Gylfa og í rauninni allt liðið. Við völdum Alfreð og Hannes menn leiksins. Næsti leikur er á föstudaginn á móti Nígeríu og erum við með miklar væntingar fyrir þann leik.

ÁFRAM ÍSLAND