Íslenska karla­landsliðið í fót­bolta var vel klætt þegar það hélt til Rúss­lands. Þeir klædd­ust sérsaumuðum föt­um frá Herrag­arðinum og það vakti at­hygli að jakk­inn og bux­urn­ar voru sitt í hvor­um litn­um. Rúrik Gísla­son vildi hafa bux­urn­ar sín­ar þrengri og með styttri jakka­erm­um en hinir.

Davíð Ein­ars­son, markaðsstjóri Herrag­arðsins, seg­ir að mark­miðið hafi verið að hafa strák­ana vel klædda en ekki eins spari­lega og þegar þeir fóru á EM.

„Þessi sam­setn­ing var val­in með það í huga að vera ekki eins fín­ir og fyr­ir síðasta stór­mót. Að vera í stök­um jakka og stök­um bux­um er aðeins hvers­dags­legra,“ seg­ir Davíð.

Vil­hjálm­ur Svan Vil­hjálms­son, versl­un­ar­stjóri Herrag­arðsins, setti dressið sam­an í sam­ráði við strák­ana í landsliðinu. Hann setti því sam­an heild­arpakka sem inni­hélt jakka, bux­ur, skó, skyrtu og belti. Davíð seg­ir að strák­arn­ir okk­ar hafi verið him­in­lif­andi með föt­in.

„Þeir voru rosa­lega ánægðir með föt­in þegar þeir fengu þau í hend­urn­ar,“ seg­ir hann.

Davíð seg­ir að strák­arn­ir okk­ar séu í sérsaumuðum föt­um frá Herrag­arðinum.

„Jakk­inn er úr 100% ull og er þessi teg­und mjög þægi­leg í ferðalög­um og krump­ast lítið sem ekk­ert. Bux­urn­ar eru líka 100% ull og eru þau úr einu besta vinnu­efni sem við bjóðum upp á. Ef viðkom­andi ætl­ar að nota föt í vinnu mæl­um við ávallt með þess­ari teg­und af ull. Skyrt­an er frá einu besta skyrtu­fyr­ir­tæki í heimi, Stenströms. Þeir hafa saumað skyrt­ur síðan 1899 og svona til gam­ans má geta að Karl Gúst­af Sví­a­kon­ung­ur er alltaf í skyrt­um frá þeim. Skórn­ir eru frá Lloyd sem nú flest­ir þekkja úr einu besta leðri sem þeir bjóða upp á. Silki­bindi og leður belti í stíl við skóna er svo eitt­hvað sem set­ur punkt­inn yfir i-ið.

Þegar föt eru sérsaumuð í Herrag­arðinum er hægt að fá allskon­ar sér­ósk­ir upp­fyllt­ar. Hjá strák­un­um okk­ar er eitt hnappagatið á erm­inni rautt og hin blá og und­ir krag­an­um stend­ur Fyr­ir Ísland. Auk þess eru föt­in merkt með fullu nafni svo eitt­hvað sé nefnt.

„Sem dæmi vildi Rúrik hafa bux­urn­ar sín­ar vel þröng­ar niður skálm­ina og erm­arn­ar stutt­ar svo sjá­ist vel í skyrt­una, hann er al­veg með þetta,“ seg­ir Davíð.

 

Rúrik Gíslason lceland national team

Þeir sem vilja að föt­in smellpassi og séu klæðskerasniðin í orðsins fyllstu merk­ingu ættu að fíla sérsaum­inn í botn. Það er nefni­lega ekki alltaf þannig að mann­fólkið sé vaxið eins og gín­ur í stöðluðum stærðum.

„Í sérsaumi felst full­komið snið á jakka­föt­um úr efni sem þú vel­ur með töl­um og fóðri sem pass­ar við. Í sérsaumi ræður þú ferðinni, hvernig þú vilt hafa jakk­ann og bux­urn­ar í sniðinu, þröng­ar eða víðar og svo fram­veg­is. Ferlið er frek­ar ein­falt, viðkom­andi pant­ar tíma, kem­ur svo í mæl­ingu og þá er valið efni, fóður inn­an í jakk­ann og bux­urn­ar, stíll­inn á föt­un­um og öll litlu smá­atriðin sem gera föt­in sér­stök. Þetta er mjög vin­sælt á meðal brúðguma, út­skrift­ar­nem­enda og meðal þeirra sem eru ann­ars erfiðir í vaxt­ar­lagi og lang­ar í föt sem passa full­kom­lega.“