Nýjar vörur frá Polo Ralph Lauren streyma inn í hornið, varan einkennist af fallegum íþróttafatnaði í bland við litríka boli, bómullarbuxur og peysur. Má þar helst nefna vínrauðar buxur, boli og skyrtur. Stöku jakkarnir eru einstaklega fallegir og er græni jakkinn (sjá fyrstu mynd) í uppáhaldi hjá okkur strákunum, en hann er einmitt með fínu vínrauðu munstri. Að sjálfsögðu fengum við líka klassísku Oxford skyrturnar í þremur litum, hvítu, bláu og bleiku.

Flettu niður til að sjá fleiri myndir úr horninu.