Kæru viðskiptavinir,
Fimmtudaginn 12. apríl næstkomandi mun Brian yfirklæðskeri Corneliani og Michael Rönna frá Stenströms bjóða upp á mælingar og ráðgjöf í Herragarðinum í Kringlunni. Sérúrval efna verða í boði fyrir bæði skyrtur og jakkaföt sem einungis verða í boði þennan dag.
Einnig munu Christian og Oliver koma frá skófyrirtækinu Barker og munu þeir fræða viðskiptavini okkar um handsaumaða skó. Með hverjum seldum Barker skóm munum við gefa handsaumað belti í stíl.
Ef þú ert að útskrifast, gifta þig eða langar bara í vel sniðin jakkaföt eða skyrtu, þá máttu ekki láta þetta framhjá þér fara.
Tímapantanir eru í verslun okkar í Kringlunni. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið mtm@herragardurinn.is.
Hlökkum til að sjá þig,
Strákarnir í Herragarðinum