Fáðu aðstoð við val á sérsaumuðum fatnaði frá Beau Van Gils
Nýjungar í sérsaumuðum skyrtum – Mættu á þennan spennandi viðburð 28. september 2017.
Herragarðurinn býður viðskiptavinum að eignast sérsaumaðan fatnað frá Herragarðurinn Sérsaumur, en við bjóðum upp á sérsaumuð jakkaföt og jakka. Einnig munum kynna til leiks sérsaumaðar skyrtur Herragarðsins.
Fimmtudaginn 28. september nk. fáum við í heimsókn til okkar í Kringluna hann Beau van Gils, en hann stýrir framleiðslu á sérsaumslínu Herragarðsins. Mun hann sjá um mælingu og veita þér einstaklingsmiðaða ráðgjöf varðandi sérmældu jakkafötin þín!
Einnig kemur Matt Huebscher sem sér um Herragarðsskyrturnar og aðstoðar við mælingu á nýrri skyrtulínu Herragarðsins.
Fríar aukabuxur fást með hverjum jakkafötum sem sérmæld eru í þennan dag!
Fyrstur kemur fyrstur fær – síðast komust mun færri að en vildu svo nauðsynlegt er að panta tíma sem fyrst!
Við tökum við tímapöntunum í síma 568-9234 og á mtm@herragardurinn.is.
Einnig tökum við vel á móti þér og svörum öllum þínum spurningum í verslun okkar í Kringlunni.

