Strákarnir eru lentir í Frakklandi.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta lent í Frakklandi. Fyrsti leikur liðsins er á móti Portúgal á þriðjudaginn 14. júní í næstu viku og það er óhætt að segja að spennan sé farin að magnast.

Evrópska knattspyrnusambandið birti þessa mynd af strákunum á Twitter þegar þeir lentu í Frakklandi í dag. Skilaboðin með myndinni eru skýr: „Looking good, Iceland!“ Það er óþarfi að þýða þetta.  Byggt á grein af Nútímanum.