Landsliðið komið heim
Landsliðið er komið heim og þvílík ferð. Það sem þessar hetjur hafa áorkað og sýnt alheimi hverju er hægt að áorka þegar hópur verður að alvöru liði. Landsliðið og áhorfendur mörkuðu svo sannarlega spor í sögu EM, allt frá því að strákarnir lentu í Frakklandi og vöktu athygli fyrir klæðaburð og þar til þeir sigruði hug og hjörtu heillar heimsálfu þá hefur Herragarðurinn verið stolltur og ánægður samstarfsaðili. Velkomnir heim strákar og takk fyrir okkur.